Birkihofs
Reynslan
GISTING
Birkihof er hlýtt og fallegt íslenskt gistiheimili
með sundlaug, heitum potti og gufubaði.
Gisting er fyrir allt að 18 manns þar á meðal fullbúið eldhús og borðstofa sem einnig er hægt að nota
undir hvers kyns námskeið og vinnustofur. Lágmarksdvöl eru tvær nætur og við leigjum aðeins út alla aðstöðuna.
Birkihof er staðsett á einstökum stað þar sem umhverfið er í nærandi og fallegri íslenskri náttúru.
Hópar
Við tökum á móti hópum og einstaklingum
Við höfum rúm fyrir allt að 18 manns, tvö eldhús og borðstofu
þar sem einnig er hægt að hýsa fyrirlestra, vinnustofur, jógatíma og hugleiðslu. Hér er frábært tækifæri fyrir hópefli, óvissuferðir, ráðstefnur og / eða eflandi samveru fyrir fyrirtæki og hópa. Það er hægt að leigja staðinn til lengri eða skemmri tíma
með eða án dagskrár.
Flot og hugleiðsla
Við bjóðum upp á flotbúnað til að slaka á að fullu á laugarsvæðinu.
svitahof
Birkihof býður reglulega upp á Svitahof fyrir hópa og einstaklinga.
Svett er andleg og líkamleg hreinsun.
Upplifunin er einstaklingsbundin en svett athöfnin leiðir einstaklinginn inná við og í meiri tengingu við sjálfan sig í gegnum náttúruelementin. í Móðurkviði Jarðar tengjumst við sjálfum okkur, við gefumst upp fyrir hugsunum sem þjóna okkur ekki lengur.
Við leyfum okkur að vera, þar sem við erum núna, dýrmæt og frjáls. Við erum fullkominn eins og við erum
Sweat er forn helgisiður Indíána og felur í sér hreinsun fyrir huga, sál og líkama. Við biðjum fyrir okkur sjálfum í bænahring sem leiðarinn, eða shamaninn leiðir okkur í gegnum.
Besta leiðin til að bóka svitahof